Vörubílstjórar þora, þetta er í þágu okkar allra, stöndum með þeim!!

Ef einhver telur sig ekki vita það, þá lifum við í frjálsu landi og höfum rétt til að mótmæla. Vörubílstjórar ætluðu að hafa samráð við lögregluyfirvöld og tilkynntu að þeir ætluðu að keyra að Alþingishúsinu og mótmæla þar, lögreglan gerði sér lítið fyrir og lokaði leiðum, þannig að engan skal undra þó að bílstjórar hafi hætt öllu samráði við lögreglu. Nú er þannig komið, að í staðinn fyrir að lögregla noti skynsemina og leyfi þessum mótmælum að líða hjá, þá er farið að sekta bílstjórana sem eru einfaldlega að gera það sem við ættum í raun öll að gera að mótmæla kröftuglega með sjáanlegum hætti!! Lögreglumenn, þið eigið líka heimili og fjölskyldur sem munu njóta góðs af mótmælum vörubílstjóra, það er komið nóg af ranglætinu og misskiptingunni í okkar fámenna og litla landi, stöndum saman með vörubílstjórum, öll sem einn maður!!


mbl.is Mikill hiti í bílstjórum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Sveinlaugur Þórðarson

Þetta er ekki í þágu okkar allra, nú vill svo til að olían er ekki til lengur í eins miklu magni og áður og er alheimsverðið orðið margfallt frá upphafi og akkurat núna og svo kemur til núna að gengi íslensku krónunnar hefur hrakað um c.a. 15% frá því í síðasta mánuði, þá er ekki annað hægt en að hækka gjöldin, allar innfluttar afurðir og vörur eru að fara hækkandi afþví það er eina leiðin til þess að það sé hægt að halda því áfram. Og í þessari verðbólgu verður íslenska ríkið einnig að nýta aukna tekja vegna bensínsskatts meðal annars. Ef þeir lækka þennan skatt þá verða þeir að hækka annan. En skoðaðu samanburði við önnur lönd, miða við gengi í dag, þá erum við með ódýrara bensín en flestir aðrir, en samt er hægt að væla. Olíufélögin eru ekki að fara í starf sem Second Hand hjálp og íslenska ríkið þarf þessar tekjur. Við hverju eruði að búast þá??

Svo finnst mér það bara gott mál að lögreglan er loksins farin að sekta þá sem standa í þessum ólöglegu mótmælum, það verður að leggja bílunum löglega, annars verða sektir, og að stöðva umferðir við stór gatnamót, það hafið þið engan rétt á og eruð þið í raun að standa í vegi fyrir að sjúkrabílar og slökkviliðsbílar geti komist greitt á milli, og það getur valdið agalega slæmum afleiðingum(m.a. dauðföllum og brunnum húsum svo eitthvað sé nefnt). Og ekki nóg með það, þið eruð líka að tefja fullt af fólki sem er ekki sammála ykkur, og innan þess er að finna fólk sem vinnur mikilvægar vinnur og tefst um langa mikilvæga tíma, allt útaf ykkar græðgi, allt útaf þið viljið eitthvað sem er ekki hægt að gefa ykkur.

Og hvað varðar að vörubílsstjórar séu að væla yfir að koma illa út úr þessu, hvernig væri að þeir hækki bara gjöldin á sinni útseldu vinnu svo þeir hafi efni á að borga sína útseldu vinnu. Þið verðið bara að takast á við breytingunum í heiminum eins og hvert annað fólk. Allir aðrir sem eru að selja út þjónustur sem byggjast á afurði sem koma annarstaðar frá önnur en olía eru að hækka sín gjöld án þess að vera tuðandi. Þetta eru bara breytingarnar og svona verður þetta að vera núna á allavegana meðan að gengið er svona lágt, og já, olían er dýr afurð og það eru fyrirtæki sem eru rekin í gróðaskyni sem flytja þetta inn og ríkið verður að fá heilmikinn skatt af þessu eins og hverju öðru, ástandið er ekkert skárra annarstaðar, bý sjálfur í danmörku og það er farið mikið verr með bílaeigendur þar heldur en hér.

Þórður Sveinlaugur Þórðarson, 3.4.2008 kl. 15:57

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég er sammála þér, Reykvíkingur.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.4.2008 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vitleisisgangur ráðamanna og lögreglu

Höfundur

Reykvíkingurinn
Reykvíkingurinn
Venjulegur reykvíkingur, og starfar í svita síns andlitis

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband